Kraftur Ungt fólk sem greinst hefur með með krabbamein stendur þétt saman.
Kraftur Ungt fólk sem greinst hefur með með krabbamein stendur þétt saman.
Kraftur – félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur hefur að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða og styðja fyrrnefnt fólk.

Kraftur – félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur hefur að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða og styðja fyrrnefnt fólk. Kraftur stendur reglulega fyrir kaffihúsakvöldum og eitt slíkt verður einmitt í kvöld, miðvikudagskvöldið 7. mars, kl. 20-22, í Skógarhlíð 8, þar sem Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er til húsa. Markmiðið með kaffihúsakvöldunum er að ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur geti hitt aðra í sömu sporum og spjallað. Allir sem reynt hafa vita hvað það getur hjálpað mikið og skiptir miklu máli að vera í samskiptum við þá sem hafa reynt það sama.

Fulltrúar frá Krafti ætla að taka vel á móti gestum og heitt verður á könnunni og notalegt.