Sögu samræmdu könnunarprófanna má rekja til skólaársins 1946 til 1947 þegar svokölluð Landspróf voru tekin upp. Voru þau tekin upp þegar skólastofnununum á framhaldsskólastigi fjölgaði og voru einskonar inntökupróf í bóklegt nám.
Sögu samræmdu könnunarprófanna má rekja til skólaársins 1946 til 1947 þegar svokölluð Landspróf voru tekin upp. Voru þau tekin upp þegar skólastofnununum á framhaldsskólastigi fjölgaði og voru einskonar inntökupróf í bóklegt nám. Skólaárið 1976 til 1977 tóku samræmd könnunarpróf við af Landsprófi og gerðist það í tengslum við endurskoðun á grunnskólalögum. Á árunum 1977 til 1982 var prófað í sex námsgreinum: íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, samfélagsgreinum og náttúrufræði. Á árunum 1983 til 1992 var prófað íslensku og stærðfræði og frá 1993 til 2003 voru prófin fjögur: íslenska, stærðfræði, enska og danska. Þeim fjölgar svo aftur í sex á árunum 2004 til 2008, þangað til grunnskólalögin voru endurskoðuð 2009. Þá var prófum fækkað úr sex í þrjú og þau hættu að vera lokapróf og fengu stöðu könnunarprófa þess í stað. Þá voru próf í 10. bekk færð á haustið. Prófin eru síðan gerð rafræn og í stað 10. bekkjar að hausti eru þau lögð fyrir 9. bekk að vori.