— AFP
Í gær voru nákvæmlega 100 dagar þar til lokakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu hefst í Rússlandi en 14. júní fer fram upphafsleikur keppninnar þar sem heimamenn taka á móti Sádi-Arabíu.

Í gær voru nákvæmlega 100 dagar þar til lokakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu hefst í Rússlandi en 14. júní fer fram upphafsleikur keppninnar þar sem heimamenn taka á móti Sádi-Arabíu. Sá leikur fer fram á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu en tveimur dögum síðar mætast Ísland og Argentína á Spartak-leikvanginum í sömu borg.

Í tilefni dagsins settu Rússar í gær upp HM-dagatal og klukku á Rauða torginu í Moskvu og hún hóf að telja niður sekúndurnar, mínúturnar, klukkustundirnar og dagana fram að fyrsta leiknum.