Sigur Sólveig Anna Jónsdóttir fagnar sigri skömmu eftir miðnætti.
Sigur Sólveig Anna Jónsdóttir fagnar sigri skömmu eftir miðnætti. — Morgunblaðið/Hari
Sólveig Anna Jónsdóttir verður formaður Eflingar – stéttarfélags þegar ný stjórn tekur við völdum. Hún var formannsefni á B-lista sem hún bauð fram á móti A-lista fráfarandi stjórnar. Á kjörskrá í stjórnarkosningunni voru liðlega 16.

Sólveig Anna Jónsdóttir verður formaður Eflingar – stéttarfélags þegar ný stjórn tekur við völdum. Hún var formannsefni á B-lista sem hún bauð fram á móti A-lista fráfarandi stjórnar.

Á kjörskrá í stjórnarkosningunni voru liðlega 16.500 félagsmenn en hún fór fram í gær og í fyrradag. Niðurstöður talningar voru kynntar upp úr miðnætti. 2.618 félagsmenn greiddu atkvæði. B-listinn fékk 2.099 atkvæði eða um 80% og A-listi stjórnar og trúnaðarráðs með Ingvar Vigur Halldórsson sem formannsefni fékk 519 atkvæði. Átta einstaklingar skipa hvorn lista, formaður, gjaldkeri og sex meðstjórnendur, en fullskipuð stjórn er fimmtán manna með þeim stjórnarmönnum sem kosnir voru á síðasta ári.