Flottar Andrea Ágústa, Freyja Eilíf og Sigthora Odins eru myndlistarkvendi.
Flottar Andrea Ágústa, Freyja Eilíf og Sigthora Odins eru myndlistarkvendi.
Þríeykið Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, Freyja Eilíf og Sigthora Odins kalla sig myndlistarkvendi, en þær opna samsýningu í dag, miðvikudag, undir heitinu COMPUTER SPIRIT.

Þríeykið Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, Freyja Eilíf og Sigthora Odins kalla sig myndlistarkvendi, en þær opna samsýningu í dag, miðvikudag, undir heitinu COMPUTER SPIRIT.

Á sýningunni eru gestir boðnir velkomnir inn í veröld óséðra tengsla milli tölvunnar og mannsins, að hliði sýndarveruleikans þar sem dreginn er fram rafmagnaður andi andans, íklæddur holdi af innra hugbúnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem og að á sýningunni sé heimur tölvunnar meðal annars rannsakaður með aðferðum andlegra vísinda og meðvitund hennar efnisgerð með tækjum og tólum myndlistarinnar. Gestum stendur einnig til boða að fylgja hugleiðslu inn á stafrænar víddir sem og upplifa verk sem má skilgreina sem atburði, ýmist í efnivið eða rými.

Myndlistarkvendin ætla að opna sýninguna Computer spirit í dag kl. 18-21, á tveimur stöðum, annars vegar í Ekkisens (Bergstaðastræti 25B) og hins vegar í Gallery Port (Laugavegi 23B). Allir velkomnir.