Óskar Frances McDormand var valin besta leikkona í aðalhlutverki. Vel fór á því.
Óskar Frances McDormand var valin besta leikkona í aðalhlutverki. Vel fór á því. — AFP
Það er stundum lýjandi að vera svo óheppilega af guði (eða mögulega öðrum öflum) gerður að eiga sér mörg áhugamál. Nefnt skal dæmi. Margt forvitnilegt er sýnt beint í sjónvarpi utan úr hinum stóra heimi.

Það er stundum lýjandi að vera svo óheppilega af guði (eða mögulega öðrum öflum) gerður að eiga sér mörg áhugamál. Nefnt skal dæmi.

Margt forvitnilegt er sýnt beint í sjónvarpi utan úr hinum stóra heimi. Enginn stjórnar því hvenær eldgos hefst eða stríð brýst út; að minnsta kosti reikna ég ekki með því að sjónvarpsáhorfendur, jafnvel þótt þeir væru miklir áhugamenn um stríð, gætu beðið stríðsmenn að hefja bardaga á heppilegum tíma sólarhrings svo hægt yrði að fylgjast með í beinni.

Aftur á móti er stjórnendum ýmissa viðburða í lófa lagið hvenær þeir fara fram. Mér dettur í hug nýliðin Óskarsverðlaunahátíð. Og Golden Globe. Margt áhugafólk um bíómyndir vill án efa geta fylgst með í rauntíma. Að ég tali ekki um úrslitaleik ameríska fótboltans, Super Bowl.

Allt er þetta á dagskrá á sunnudagskvöldum, ár eftir ár. Áhugasamir Íslendingar verja því nóttinni við skjáinn. Íbúar austar í Evrópu eru í enn verri stöðu. Nennir ekki einhver að spyrja þá fyrir vestan hvort ekki sé hægt að prófa laugardagskvöld? Ætli það séu slæm sjónvarpskvöld í Ameríku. Þau rök ættu að duga að Íslendingar þurfa að vinna á mánudögum.

Skapti Hallgrímsson