Fjölhæfur Þorbjörn í hlutverki sínu í norsku þáttunum.
Fjölhæfur Þorbjörn í hlutverki sínu í norsku þáttunum.
Hafandi unnið með honum og fylgst með honum í sjónvarpi geri ég mér grein fyrir því að Þorbirni Þórðarsyni fréttamanni er margt til lista lagt.

Hafandi unnið með honum og fylgst með honum í sjónvarpi geri ég mér grein fyrir því að Þorbirni Þórðarsyni fréttamanni er margt til lista lagt. Ég verð þó að viðurkenna að það kom mér í opna skjöldu þegar hann birtist á dögunum í aðalhlutverki í norskum spennuþætti á RÚV, Sýknaður.

Að vísu er búið að vangaspreyja kappann með gráu til að villa um fyrir áhorfendum en ég hef horft það lengi á sjónvarp að ég læt ekki glepjast; þetta er greinilega Þorbjörn Þórðarson!

Þorbjörn, sem talar lýtalausa norsku í þáttunum, á þarna stórleik sem karakter sem maður veit hreint ekki hvar maður hefur. Hann snýr aftur sterkefnaður í krummaskuð í Noregi eftir að hafa hrakist burt tveimur áratugum áður grunaður um að hafa myrt unnustu sína.

Þegar maður hugsar það betur þarf þetta alls ekki að koma á óvart; Þorbjörn er nú einu sinni náskyldur miklum listamönnum og lífskúnstnerum. Ég sé heldur ekki betur en að hann sé með sama stílistann í þáttunum og hér heima. Er jafnan óaðfinnanlega til fara.

Meira hefur farið fyrir snjöllum kaupum RÚV á Gumma Ben. í fjölmiðlum að undanförnu en haldi fram sem horfir eru þessi kaup á Þorbirni engu síðri.

Orri Páll Ormarsson

Höf.: Orri Páll Ormarsson