Lieke Martens var best í heimi 2017.
Lieke Martens var best í heimi 2017.
Svíar og Frakkar eiga tvo leikmann hvor þjóð í heimsliði FIFPro, Alþjóðlegu leikmannasamtakanna, í knattspyrnu kvenna sem birt var í gær.

Svíar og Frakkar eiga tvo leikmann hvor þjóð í heimsliði FIFPro, Alþjóðlegu leikmannasamtakanna, í knattspyrnu kvenna sem birt var í gær. Athygli vekur að tvær sigursælustu þjóðirnar, Bandaríkin og Þýskaland, eiga aðeins einn leikmann hvor í ellefu manna liðinu. Fjórar af ellefu leika með franska meistaraliðinu Lyon. Sara Björk Gunnarsdóttir var ein af 15 miðjumönnum sem tilnefndir voru í liðið en var ekki valin í endanlegt lið. Það er þannig skipað:

Mark : Hedvig Lindahl (Svíþjóð og Chelsea).

Vörn : Lucy Bronze (England og Lyon), Nilla Fischer (Svíþjóð og Wolfsburg), Wendie Renard (Frakkland og Lyon), Irene Paredes (Spánn og París SG).

Miðja : Camille Abily (Frakkland og Lyon), Dzsenifer Maroszán (Þýskaland og Lyon), Marta (Brasilía og Orlando Pride).

Sókn : Pernille Harder (Danmörk og Wolfsburg), Lieke Martens (Holland og Barcelona), Alex Morgan (Bandaríkin og Orlando Pride) vs@mbl.is