OR Tekjur jukust um 6% í fyrra.
OR Tekjur jukust um 6% í fyrra.
Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur jókst um 22% á milli ára og nam 16,3 milljörðum króna árið 2017. Um helmingur hagnaðarins er vegna reiknaðra framtíðartekna af rafmagnssölu sem tengd er álverði, en álverð hækkaði á síðasta ári, segir í tilkynningu.

Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur jókst um 22% á milli ára og nam 16,3 milljörðum króna árið 2017.

Um helmingur hagnaðarins er vegna reiknaðra framtíðartekna af rafmagnssölu sem tengd er álverði, en álverð hækkaði á síðasta ári, segir í tilkynningu.

Tekjurnar jukust um 6% á milli ára og voru 44 milljarðar króna. Aukin umsvif í samfélaginu kölluðu á meiri veituþjónustu og álverð hækkaði.

Arðsemi eigin fjár var 12% á árinu. Eiginfjárhlutfallið jókst um 6 prósentustig í 46%.

Í tilkynningu segir að hagnaður fyrirtækisins verði meðal annars nýttur til að lækka gjaldskrár , þ.m.t. gjaldskrá vatnsveitu.