Breytingar Víngerð tekur breytingum vegna aukins áhuga á vegan lífsstíl.
Breytingar Víngerð tekur breytingum vegna aukins áhuga á vegan lífsstíl.
Eftirspurn eftir víni sem framleitt er án dýraafurða hefur aukist mjög í kjölfar veganbyltingarinnar að því er fram kemur í grein sem birtist á vefmiðli The Guardian, á slóðinni www.theguardian.com.

Eftirspurn eftir víni sem framleitt er án dýraafurða hefur aukist mjög í kjölfar veganbyltingarinnar að því er fram kemur í grein sem birtist á vefmiðli The Guardian, á slóðinni www.theguardian.com.

Í lok víngerðar er vínið bragðbætt og gerleifar og bakteríur fjarlægðar. Til slíkra verka eru notaðar meðal annars eggjahvítur, gelatín og efni sem fyrirfinnast í kúamjólk og fiski.

Það er breska samvinnufélagið Co op sem vinnur að því í samráði við vínframleiðeindur um allan heim að auka vöruúrval veganvíns í verslunum sínum á komandi vikum og mánuðum.

Baunir og jafnvel kartöflur verða notaðar í stað dýraafurða. Það er gert til þess að koma til móts við vínkaupendur sem neyta ekki dýraafurða í neinu formi og bragðbæta þannig vín og fjarlægja gerleifar og bakteríur.

Stefnt er að því að yfir 100 veganvíntegundir verði komnar á markað í lok þessa árs.