— Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
9. mars 1685 Góuþrælsveðrið. Sjö skip sem reru frá Stafnesi fórust í aftakaveðri af útsuðri og með þeim 58 menn. Sama dag fórust 50 menn á fjórum skipum frá Vestmannaeyjum og 24 menn á fjórum öðrum skipum.

9. mars 1685

Góuþrælsveðrið. Sjö skip sem reru frá Stafnesi fórust í aftakaveðri af útsuðri og með þeim 58 menn. Sama dag fórust 50 menn á fjórum skipum frá Vestmannaeyjum og 24 menn á fjórum öðrum skipum. Í þessu veðri fórust því 132 menn á sjó og einnig urðu sex menn úti.

9. mars 1966

Hljómplötufyrirtækið EMI gaf út tveggja laga plötu með Hljómum, sem á erlendum markaði nefndust Thorshammers. „Hljómar komnir á heimsmælikvarða,“ sagði á baksíðu Vísis.

9. mars 2004

Fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteinsson strandaði á Meðallandsfjöru í Vestur-Skaftafellssýslu. Þyrla frá Landhelgisgæslunni bjargaði sextán manna áhöfn skipsins. Það náðist á flot átta dögum síðar. „Frækileg björgun,“ sagði Morgunblaðið.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson