„Menn hafa vanrækt lægstu hópana. Þessir hópar hafa setið eftir og bilið breikkar á milli lægstu hópanna og annarra hópa,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðssérfræðingur og dósent við HÍ.
Hann telur að þetta sé ein meginskýringin á þeim umbrotum sem nú eiga sér stað í verkalýðshreyfingunni sem sjást með sigri Sólveigar Önnu Jónsdóttur í formannskosningu í Eflingu og áður í kjöri Ragnars Þórs Ingólfssonar sem formanns VR.
Hann telur að það skipti launafólk miklu máli að hafa sameinaða og samstiga verkalýðshreyfingu. Annað sé vatn á myllu vinnuveitenda.
Titringur er innan verkalýðshreyfingarinnar eftir sigur Sólveigar Önnu. Óvissa er um hvaða breytingar gætu verið í farvatninu á vettvangi ASÍ og um samstarf stéttarfélaga. 10