Barbie-dúkkur hafa verið framleiddar í 58 ár en nýverið tók fyrirtækið stórt skref og leitaði til 8.000 mæðra til að fá betri skilning á því hverju samfélagið er að leita eftir.
Barbie-dúkkur hafa verið framleiddar í 58 ár en nýverið tók fyrirtækið stórt skref og leitaði til 8.000 mæðra til að fá betri skilning á því hverju samfélagið er að leita eftir. Fyrirtækið komst að því að um 86% mæðranna vildu að dætur þeirra hefðu jákvæðar fyrirmyndir. Barbie brást við því og hóf framleiðslu á 17 nýjum Barbie-dúkkum sem sóttu innblástur í konur sem hafa skarað fram úr eins og til dæmis Ameliu Earhart, Fridu Kahlo, Patty Jenkins, Bindi Irwin, Gabby Douglas og fleiri merkilegar konur. „Stúlkur hafa alltaf getað leikið sér með Barbie-dúkkurnar sínar og haft þær í öllum mögulegum hlutverkum og því var dásamlegt að geta gefið stúlkum dúkkur innblásnar raunverulegum konum sem sýna þeim fram á það að þeim eru allir vegir færir í lífinu“ sagði Lisa McKnight sem er forstjóri fyrirtækisins.