Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson
Hæstiréttur vísaði frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns um að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari viki sæti í máli umbjóðanda síns sem rekið er fyrir Landsrétti sökum vanhæfis.

Hæstiréttur vísaði frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns um að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari viki sæti í máli umbjóðanda síns sem rekið er fyrir Landsrétti sökum vanhæfis.

Arnfríður hafði áður ásamt tveimur öðrum landsréttardómurum, úrskurðað að hún væri ekki vanhæf. Var kröfum Vilhjálms hafnað og kærði hann þá úrskurðinn til Hæstaréttar.

Taldi Hæstiréttur að ekki hefði verið kæruheimild skv. lögum á niðurstöðu Landsréttar út frá ágreiningsefninu. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur á vef Hæstaréttar en Vilhjálmur staðfesti niðurstöðuna í samtali við mbl.is.