Enginn tímasparnaður.

Enginn tímasparnaður. S-Allir

Norður
D943
63
Á5
D10875

Vestur Austur
102 G865
K97 D10854
1097 8432
G9642

Suður
ÁK7
ÁG2
KDG6
ÁK3

Suður spilar 7G.

Sagnir höfðu tekið drjúga stund og Terence Reese ákvað af göfuglyndi sínu að hlífa andstæðingunum við langdreginni spilamennsku. Og lagði upp í slag tvö.

Sjö grönd er góður samningur og borðleggjandi ef laufið skilar fimm slögum. En því er ekki að heilsa í þessu tilfelli. Reese fékk út 10, drap á ás og spilaði laufi. Lagði svo upp þegar austur henti hjarta: „Ég kann ekki við að þreyta ykkur á svo einföldu spili. Við erum þegar dálítið seinir.“

Auðvitað sparaði Reese engan tíma, því öruggir slagir eru bara tólf og andstæðingarnir vildu skiljanlega fá nákvæmar fréttir af þeim þrettánda. Þær voru þannig: „Ef spaðinn fellur er málið augljóslega dautt. Eigi vestur spaðalengdina þvingast hann í svörtu litunum, en ef austur valdar spaðann sprettur upp tvöföld þvingun í áföngum og hjartagosinn verður úrslitaslagurinn. – Þarf að stafa þetta ofan í ykkur?“