— Morgunblaðið/Ernir
Boðað hefur verið til aðalfundar Spalar ehf. föstudaginn 23. mars nk. á Akranesi. Þetta verður síðasti aðalfundur félagsins. Reiknað er með því að félagið afhendi ríkinu Hvalfjarðargöngin til eignar síðsumars og í framhaldinu verður félaginu slitið.

Boðað hefur verið til aðalfundar Spalar ehf. föstudaginn 23. mars nk. á Akranesi. Þetta verður síðasti aðalfundur félagsins. Reiknað er með því að félagið afhendi ríkinu Hvalfjarðargöngin til eignar síðsumars og í framhaldinu verður félaginu slitið.

Samkvæmt samningi ríkisins og Spalar á ríkið að taka við rekstri Hvalfjarðarganga þegar öll lán vegna þeirra hafa verið greidd upp. Það mun að öllu óbreyttu gerast í júlí nk.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Spölur þrýst á ráðneyti fjármála og samgöngumála að hefja viðræður við félagið um yfirtöku ríkisins á göngunum. Að sögn Gísla Gíslasonar, stjórnarformanns Spalar, hefur nú borist tölvupóstur þess efnis að Vegagerðin eigi að leiða viðræður við Spöl með það að leiðarljósi að þær hefjist sem fyrst. Vegagerðin mun annast rekstur ganganna fyrir hönd ríkisins. Þegar ríkið tekur yfir rekstur ganganna verður gjaldtöku hætt.

Spölur og ríkið sömdu árið 1995 um að félagið myndi byggja og reka Hvalfjarðargöng. Þau voru tekin í notkun í júlí 1998. Á þessum 20 árum hafa um 34 milljón ökutæki farið um þau. sisi@mbl.is