[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hönnunarmars hefst í dag og stendur til 18. mars og eins og oft eru mörg óvenjuleg verkefni þar. Eitt þeirra er verkefnið „Stússað í steininum“ sem Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur unnið að. Verkefnið gengur út á að tengja fanga við hönnun.
Hönnunarmars hefst í dag og stendur til 18. mars og eins og oft eru mörg óvenjuleg verkefni þar. Eitt þeirra er verkefnið „Stússað í steininum“ sem Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur unnið að. Verkefnið gengur út á að tengja fanga við hönnun. Hann sagði frá verkefninu í Ísland vaknar á K100 í gærmorgun. Þar var hann gestur ásamt Söru Jónsdóttur sem er stjórnandi Hönnunarmars. Sagði Sara að óvenju mikið yrði um að vera að þessu sinni, enda fagnar hátíðin 10 ára afmæli í ár. Hægt er að nálgast viðtalið við Búa og Söru á k100.is.