Hilmar Snær Örvarsson
Hilmar Snær Örvarsson
Hilmar Snær Örvarsson hafnaði í 20. sæti í stórsvigi á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Pyeongchang í Suður-Kóreu en keppni í greininni lauk snemma í gærmorgun. Hilmar Snær var í 26.

Hilmar Snær Örvarsson hafnaði í 20. sæti í stórsvigi á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Pyeongchang í Suður-Kóreu en keppni í greininni lauk snemma í gærmorgun.

Hilmar Snær var í 26. sæti af 42 keppendum eftir fyrri ferðina og hann náði að fara upp um sex sæti í seinni ferðinni.

Hilmar var með samanlagðan tíma 2:29,82 mínútur og varð 17,35 sekúndum á eftir ólympíumeistaranum Theo Gmur frá Sviss.

Svigi og stórsvigi víxlað

Upphaflega átti Hilmar Snær að keppa í svigi í gær og í stórsvigi á laugardagsmorguninn en vegna aðstæðna breytti mótsstjórnin dagskránni. Hann keppir því í sviginu aðfaranótt laugardags, að íslenskum tíma.

Þórður Georg Hjörleifsson, þjálfari Hilmars, sagði við ifsport.is eftir keppnina að árangurinn hefði verið framar björtustu vonum. „Ég er mjög sáttur, enda gerðum við ráð fyrir sætum 25-30 í þessari keppni,“ sagði Þórður.