[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður meðal þátttakenda í göngu á vegum Ferðafélags Íslands á Úlfarsfell í dag. Félagið hefur boðið upp á slíkar ferðir alla fimmtudaga í tæp þrjú ár og gjarnan hafa góðir gestir slegist með í för.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður meðal þátttakenda í göngu á vegum Ferðafélags Íslands á Úlfarsfell í dag. Félagið hefur boðið upp á slíkar ferðir alla fimmtudaga í tæp þrjú ár og gjarnan hafa góðir gestir slegist með í för.

„Okkur þykir virkilega vænt um að forsetinn þekkist boðið og komi með okkur,“ segir Reynir Traustason sem hefur umsjón með þessum ferðum og er fararstjóri. Þær bera yfirskriftina Hliðarskrefið og eru nú orðnar fastur liður í starfi FÍ. Þar á bæ hefur raunar verið settur aukinn þungi í ýmis verkefni sem tengjast lýðheilsu, það er að fá til dæmis kyrrsetufólk upp úr sófanum til að hreyfa sig.

Lagt verður upp frá bílastæðum í Úlfarsárdal kl. 17:45 og þaðan er farið á fjallið. Ferðin tekur um tvær klukkustundir, gengið er í um fjórar klukkustundir og hækkunin er tveir kílómetrar. Hæsta bunga fjallsins er á því austanverðu og er 296 metra há. Tvær meginleiðir eru á fjallið, annars vegar úr Úlfarsárdalnum og svo skógræktarsvæði Mosfellinga í Hamrahlíð við Vesturlandsveg. Er hún heldur meira krefjandi en sú fyrrnefnda.

„Þetta verður bara skemmtilegt og veðurútlitið er gott. Kannski fáeinir regndropar sem ættu þó bara að bæta og kæta,“ segir Reynir.

Góð aðsókn hefur verið í ferðir FÍ á Úlfarsfell sem er auðkleift og á flestra færi að ganga þar upp. Áformað er svo að í maí næstkomandi verði, líkt og í fyrra, sérstök dagskrá á toppi fjallsins. Þá mættu um 2.000 manns en hljómsveitir og aðrir koma fram og spila fyrir fjallagarpa. sbs@mbl.is