Áköf mæðrun (intensive mothering) er talin hafa verið ráðandi hugmyndafræði um móðurhlutverkið í vestrænum samfélögum frá um 1990. „Þá hafði atvinnuþátttaka kvenna aukist og konur höfði uppi kröfur um samfélagsleg völd og jafnrétti.
Áköf mæðrun (intensive mothering) er talin hafa verið ráðandi hugmyndafræði um móðurhlutverkið í vestrænum samfélögum frá um 1990. „Þá hafði atvinnuþátttaka kvenna aukist og konur höfði uppi kröfur um samfélagsleg völd og jafnrétti. Þá einhvernveginn byrjar þessi sterki fókus á móðurhlutverkið. Þetta er amerísk hugmyndafræði, um mömmuna sem á að vera heima, en hún hefur áhrif á foreldramenningu í öllum vestrænum samfélögum og það er ekkert lát þar á. Það sem er áhugavert í íslenska samhenginu er að meðfram þessari hugmyndafræði höfum við líka þessa jafnréttissýn og hugmynd um okkur sjálf sem feminíska paradís þar sem jafnrétti sé náð,“ segir Sunna.