Höfðatorg Listaverk munu prýða opið torg við íbúðaturninn.
Höfðatorg Listaverk munu prýða opið torg við íbúðaturninn. — Teikning/PKdM Arkitektar
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tæpur helmingur nýrra íbúða í Bríetartúni 9-11 er þegar frátekinn. Íbúðaturninn fór í formlega sölu á mánudaginn var. Stefnt er að afhendingu íbúða í janúar til mars.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Tæpur helmingur nýrra íbúða í Bríetartúni 9-11 er þegar frátekinn. Íbúðaturninn fór í formlega sölu á mánudaginn var. Stefnt er að afhendingu íbúða í janúar til mars.

Samkvæmt söluvef Höfðatorgs eru 40 íbúðir fráteknar og tvær seldar. Alls 94 íbúðir eru í húsinu.

Til dæmis eru allar íbúðir á fyrstu hæð fráteknar en þeim fylgir gistileyfi. Þá eru íbúðir númer 1-5 á hæðum 2 til 7 fráteknar, ásamt því sem öll 8. hæðin er frátekin. Þar eru fjórar íbúðir. Ásett verð íbúðanna er 40,9 til 195 milljónir. Þakíbúð á 12. hæð er undanskilin en hún er frátekin fyrir stjórnarformann Eyktar. Miðað við verð tveggja íbúða á 11. hæð er markaðsverð þakíbúðarinnar 300-400 milljónir. Seldir eru bílskúrar í bílakjallara.

Samkvæmt heimildum blaðsins hafa fjárfestar tekið frá margar íbúðir í turninum. Horft er til mögulegrar skammtímaleigu.

Beint upp á 12. hæð
» Íbúar í turninum munu geta tryggt sér afnot af bílastæði í kjallara gegn gjaldi. Það verður um 9.900 kr. á mánuði. » Íbúar í þakíbúð á 12. hæð munu hafa forgang í lyftu.
Hún stoppar þá ekki á leiðinni upp og niður turninn.