Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, í ræðustól.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, í ræðustól.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Iðnþing 2018 fór nýlega fram í Silfurbergi í Hörpu undir yfirskriftinni Ísland í fremstu röð – eflum samkeppnishæfnina.

Iðnþing 2018 fór nýlega fram í Silfurbergi í Hörpu undir yfirskriftinni Ísland í fremstu röð – eflum samkeppnishæfnina. Fjöldi frummælenda steig á svið og líflegar umræður fóru fram um mikilvægi skýrrar sýnar og eftirfylgni stjórnvalda við að vinna að raunverulegum endurbótum í samfélaginu og efla samkeppnishæfni Íslands.

Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru á meðal þátttakenda í umræðum á fundinum: ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, og fjármála- og efnahagsráðherra.