Eva Cederbalk segir stjórina meta kosti og galla eignarhalds á Valitor.
Eva Cederbalk segir stjórina meta kosti og galla eignarhalds á Valitor. — Morgunblaðið/Hari
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Vöxtur Valitor erlendis kallar á áhættusamar fjárfestingar, að mati stjórnarformanns Arion banka.

Eva Cederbalk, stjórnarformaður Arion banka, telur að það væri æskilegt fyrir framtíð Valitor að fjölga í eigendahópi eða breyta eignarhaldi með einhverjum hætti. „Valitor hefur vaxið mikið erlendis á undanförnum árum, m.a. með yfirtöku fyrirtækja, og eru nú um 70% tekna félagsins vegna starfsemi erlendis. Áform eru um frekari vöxt erlendis en slíkt kallar á umtalsverða fjárfestingu sem ekki er án áhættu. Ég myndi telja æskilegt fyrir framtíð þess félags að t.d. fjölga í eigendahópi eða breyta eignarhaldi með einhverjum hætti. Við erum að skoða þessi mál og meta kosti og galla.“

Aðalfundur Arion banka fer fram í dag og verður fækkað í stjórn úr átta í sjö þegar fulltrúi Bankasýslunnar fer úr stjórninni. Herdís Dröfn Fjeldsted kemur ný inn í stjórn í stað Þóru Hallgrímsdóttur.