Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segja að ríkisstjórnin stefni að skattalækkunum, ekki skattahækkunum.

Agnes Bragadóttir

agnes@mbl.is

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segja að ríkisstjórnin stefni að skattalækkunum, ekki skattahækkunum.

Bjarni sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fyrirsögn fréttar á forsíðu Morgunblaðsins í gær „Skattahækkanir til skoðunar“ væri „einfaldlega röng“. „Eftir lestur bæði á fréttinni og ítarlegri frétt um sama mál á blaðsíðu 4, fæ ég ekki séð að forsætisráðherra hafi nokkurs staðar boðað skattahækkanir í þessu fréttaviðtali,“ sagði Bjarni.

Lækkun forgagnsmál

„Ríkisstjórnin er með það á stefnuskrá sinni að lækka skattbyrðina. Við höfum rætt um lækkun tekjuskatts í neðra skattþrepinu og við höfum sömuleiðis talað um lækkun tryggingagjalds sem forgangsmál,“ sagði Bjarni, „og yfirlýsingin sem gefin var um daginn til aðila vinnumarkaðarins er fyrst og fremst yfirlýsing um að við útfærslu á þessum skattalækkunum, sérstaklega í samhengi við bótakerfin, þá viljum við eiga samtal við vinnumarkaðinn.“

Óbreytt áform um lækkanir

Sigurður Ingi sagði í gær að ríkisstjórnin hefði í stjórnarsáttmálanum kynnt ákveðin áform um skattalækkanir og þau áform hefðu ekkert breyst. Það ætti við um lækkun á neðra skattþrepi tekjuskattsins og lækkun tryggingagjalds. Um þetta væru allir oddvitar ríkisstjórnarinnar sammála.

„Hækkun á fjármagnstekjuskatti er komin til framkvæmda, en stofn hans og útfærsla verða endurskoðuð, og vissulega er verið að hækka kolefnisgjöldin, sem eru jú grænir skattar,“ sagði Sigurður Ingi.