Met Lionel Messi kom Barcelona í 1:0 gegn Chelsea með marki eftir aðeins 128 sekúndur, en hann hefur aldrei verið svo fljótur að skora. Hér fagnar hann Ousmane Dembélé sem kom Barca í 2:0.
Met Lionel Messi kom Barcelona í 1:0 gegn Chelsea með marki eftir aðeins 128 sekúndur, en hann hefur aldrei verið svo fljótur að skora. Hér fagnar hann Ousmane Dembélé sem kom Barca í 2:0. — AFP
Bayern München bættist í gær í hóp þeirra átta liða sem verða í skálinni þegar dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu um kl. 11 á morgun. Bayern vann Besiktas 3:1 á útivelli og einvígið samtals 8:1.

Bayern München bættist í gær í hóp þeirra átta liða sem verða í skálinni þegar dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu um kl. 11 á morgun. Bayern vann Besiktas 3:1 á útivelli og einvígið samtals 8:1.

Leik Barcelona og Chelsea var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun, en Barcelona var 2:0 yfir eftir fyrri hálfleik, og 3:1 í einvíginu. Önnur lið sem verða í skálinni eru Juventus og Roma frá Ítalíu, Liverpool og Manchester City frá Englandi og meistarar Real Madrid og Sevilla frá Spáni.

Engar reglur eru um hvaða lið geta mæst í 8-liða úrslitum. Lið frá sama landi geta því mæst. Þá er liðunum ekki raðað í styrkleikaflokka heldur dregið handahófskennt í viðureignir. Fyrri leikir 8-liða úrslita verða 3. og 4. apríl og þeir seinni 10. og 11. apríl.