Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz frumsýndi í gærkvöldi rokksöngleikinn „Heathers“ sem sýndur er í fyrsta sinn á Íslandi. Söngleikurinn skartar tónlist og handriti eftir Laurence O'Keefe og Kevin Murphy.
Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz frumsýndi í gærkvöldi rokksöngleikinn „Heathers“ sem sýndur er í fyrsta sinn á Íslandi. Söngleikurinn skartar tónlist og handriti eftir Laurence O'Keefe og Kevin Murphy. Hann er byggður á kvikmyndinni „Heathers“ frá árinu 1989 sem skartaði meðal annars leikkonunni Winonu Ryder. Söngleikjadeildin er á sínum fimmta starfsvetri og verður sýningin lokaverkefni nemenda en aldrei hefur verið ráðist í eins metnaðarfullt verkefni. Sýnt er í Gamla bíói og er seinni frumsýning í kvöld.