Námsmenn víðsvegar um Bandaríkin gengu út úr skólum sínum í gær til að krefjast þess að stjórnvöld gerðu ráðstafanir til að sporna við mannskæðum skotárásum í landinu.

Námsmenn víðsvegar um Bandaríkin gengu út úr skólum sínum í gær til að krefjast þess að stjórnvöld gerðu ráðstafanir til að sporna við mannskæðum skotárásum í landinu.

Margir námsmenn söfnuðust einnig saman við Hvíta húsið og gengu að þinghúsinu í Washington, héldu á skiltum með áletruninni „Verjum fólk, ekki byssur“ og hrópuðu „Aldrei aftur“ og „Nú er komið nóg“.

Efnt var til mótmælanna í tilefni af því að mánuður er liðinn frá skotárás í framhaldskóla í Flórída þegar fyrrverandi nemandi hans varð sautján manns að bana.