Græjan Bandaríski hátalara- og heyrnartólaframleiðandinn Bose hefur svipt hulunni af frumgerð „gagnaukinna“ sólgleraugna. Orðið „gagnaukinn veruleiki“ er notaður um n.k.

Græjan

Bandaríski hátalara- og heyrnartólaframleiðandinn Bose hefur svipt hulunni af frumgerð „gagnaukinna“ sólgleraugna. Orðið „gagnaukinn veruleiki“ er notaður um n.k. sýndarveruleikagleraugu sem varpa myndum á umhverfi notandans. Gleraugun frá Bose nota hins vegar hljóð, en ekki mynd, og bæta nýrri hljóðupplifun við umhverfið.

Skynjarar og GPS búnaður fylgjast með höfuðhreyfingum notandans og staðsetningu hans og gæti tækið t.d. veitt leiðsögn um listasafn eða hjálpað notandanum að rata um stóran flugvöll með því að láta breytingar í hljóðstyrk beina honum á áfangastað. Hátalararnir varpa hljóði inn í eyrun án þess að trufla nærstadda, og án þess að trufla upplifun notandans á hljóðunum allt í kringum hann. ai@mbl.is