Félagarnir Alexander Jósef Daníelsson og Kyle Abaygar fermast á þessu ári í Landakotskirkju. Þeir telja samfélag þar sem fólk er sátt og gott hvað við annað til fyrirmyndar.

Félagarnir eru á því að fermingarfræðslan hafi verið skemmtileg og fræðandi.

Er það „inni“ að vera trúaður í dag?

„Já og nei. Það skiptir máli hvern þú spyrð. Okkur finnst það alveg, en samt ekki það mikið,“ segja félagarnir.

Hvað gera trúaðir umfram aðra? „Þeir biðja og trúa á Guð.“

Hvað hefur staðið upp úr í fermingarfræðslunni í ár?

„Ferðin sem við fórum í að leita að páfanum.“

Hvernig samfélag langar ykkur að sjá í framtíðinni og hvað mynduð þið innleiða úr fræðslunni í vetur?

„Samfélag þar sem allir eru sáttir, glaðir og öllum gengur vel saman.“

Ef þið ættuð að gera eitthvað eitt fyrir Guð á hverjum degi, hvað væri það?

„Biðja og vera góðir við aðra.“

Höf.: Alexander Jósef Daníelsson, Kyle Abaygar