[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað og er í 18. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í gær. Ísland hefur aldrei verið ofar á listanum en hafði hæst komist í 19. sæti. Danmörk er efst Norðurlandaþjóða í 12. sæti á...

*Karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað og er í 18. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í gær. Ísland hefur aldrei verið ofar á listanum en hafði hæst komist í 19. sæti. Danmörk er efst Norðurlandaþjóða í 12. sæti á styrkleikalistanum. Innan Evrópu er Ísland í 12. sæti.

* Sergio Busquets miðvallarleikmaður Barcelona verður frá keppni næstu vikurnar en hann tábrotnaði í 3:0 sigrinum gegn Chelsea í Meistaradeildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Hann verður því í kapphlaupi við tímann um ná leikjum Barcelona í átta liða úrslitum en reiknað er því að hann verði frá keppni í þrjár vikur. Dregið verður til átta liða úrslitanna í dag.

*Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað knattspyrnudeild Vals um 100 þúsund krónur vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar þjálfara Vals í viðtali við Gunnlaug Jónsson í hlaðvarpsþættinum Návígi á dögunum. Ólafur gaf í skyn að samið hefði verið um úrslitin í leik Völsungs og Víkings Reykjavíkur í leik liðanna í 1. deildinni árið 2013 en Víkingur vann leikinn, 16:0, sem gerði það að verkum að liðið komst upp úr deildinni á betri markatölu en Haukar, sem léku undir stjórn Ólafs. Víkingar sendu kvörtun til KSÍ vegna ummælanna.