Sjanghaí í Kína Tilgangur Konfúsíusarstofnana sem starfræktar eru víða um heim er að stuðla fræðslu um tungu, menningu og samfélag í Kína.
Sjanghaí í Kína Tilgangur Konfúsíusarstofnana sem starfræktar eru víða um heim er að stuðla fræðslu um tungu, menningu og samfélag í Kína. — Morgunblaðið/Einar Falur
Kína í gegnum myndavélalinsu nefnist fyrirlestur í boði Konfúsíusarstofnunar Norðurljósa, sem Kristján H. Kristjánsson heimshornaflakkari heldur kl. 12.30-13.30 í dag, föstudaginn 16. mars í sal 023 í Veröld – Húsi Vigdísar.

Kína í gegnum myndavélalinsu nefnist fyrirlestur í boði Konfúsíusarstofnunar Norðurljósa, sem Kristján H. Kristjánsson heimshornaflakkari heldur kl. 12.30-13.30 í dag, föstudaginn 16. mars í sal 023 í Veröld – Húsi Vigdísar.

Kristján hefur komið nokkrum sinnum til Kína og farið þar víða um og tekið myndir. Hann mun sýna myndir og fjalla um Íslendingaslóðir, heimsókn til sjöunda dags aðventista og mosku, sögu Norræns félags við að koma á ritsímasambandi við Kína, hringlaga byggingar í Yongding, garð hins hógværa eða heimska embættismanns, heilög fjöll og „Hollywood Kína“ í Hengdian.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku, allir hjartanlega velkomnir.

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós var stofnuð árið 2008 með samstarfsamningi Háskóla Íslands, menntamálaráðuneytis Kína og Ningbo-háskóla og er tilgangur stofnunarinnar að stuðla að aukinni fræðslu á meðal Íslendinga um tungu, menningu og samfélag Kína.