Snillingur Lionel Messi.
Snillingur Lionel Messi. — AFP
Ég veit ekki hvort margir muna eftir orðum Einars Bollasonar þegar hann lýsti snilldartilþrifum Michaels Jordans í lýsingum Stöðvar 2 frá bandarísku NBA-deildinni á árum áður. „Þessi maður er ekki hægt,“ sagði Einar.

Ég veit ekki hvort margir muna eftir orðum Einars Bollasonar þegar hann lýsti snilldartilþrifum Michaels Jordans í lýsingum Stöðvar 2 frá bandarísku NBA-deildinni á árum áður. „Þessi maður er ekki hægt,“ sagði Einar. Þessi orð Einars komu upp í hugann þegar ég settist fyrir framan skjáinn og horfði á leik Barcelona og Chelsea í Meistaradeildinni. Ég ætlaði að fylgjast með fyrstu mínútum leiksins en töframaðurinn Lionel Messi hélt mér við efnið út allan leikinn. Þegar ég sá Messi leika listir sínar mundi ég eftir orðum Einars sem áttu vel við Messi þegar hann tók yfir sviðið á Camp Nou einu sinni sem oftar. Messi átti þátt í öllum þremur mörkunum, skoraði tvö og lagði upp eitt. Fyrra markið skoraði hann eftir aðeins 128 sekúndna leik þegar hann „klobbaði“ Thibaut Courtois, einn af betri markvörðum heims, með skoti nánast frá endalínu og síðar í leiknum setti Messi aftur boltann á milli fóta Courtois. Þessi sami Messi verður andstæðingur Íslendinga í fyrsta leiknum á HM í sumar. Það verður gaman að sjá Messi með berum augum í fyrsta sinn en um leið er kvíði. Hver á að stöðva þennan snilling? Þessi maður er ekki hægt!

Guðmundur Hilmarsson