Becca
Becca
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Minna er meira“ er hugtak sem á vel við þegar kemur að fermingarförðun enda ekki til siðs að fermingarstúlkur séu farðaðar eins og næturdrottningar. Hér gefa fjórir förðunarfræðingar góð ráð um fermingarförðun. Marta María | mm@mbl.is

É g mæli ekki með að stelpur farði sig mikið fyrir daginn, en ef þær vilja setja smá á sig er það auðvitað hægt og sérstaklega ef það eru vandamál í húðinni eða þær vilja jafna húðlitinn og ná fram náttúrulegum ljóma,“ segir Arna Sigurlaug Ragnarsdóttir förðunarfræðingur. Hún segir jafnframt að það þurfi að passa að nota alls ekki of mikinn farða eða skyggingu heldur leyfa húðinni að njóta sín. „Ljómi og náttúruleg og falleg húð er algjörlega málið í dag.

Það sem er gott að hafa í huga fyrir fermingardaginn er að hreinsa húðina vel helst kvölds og morgna. Ég mæli með hreinsi frá Clinique – 3 step 1.0 Extra Gentle sem er alkóhólslaus, ekki of sterkur en hreinsar vel og flestir ættu að geta notað hann. Gula kremið frá Clinique er í þessum 3-step-pakka og er það milt og gott rakakrem fyrir unga húð. Ef það eru mikil húðvandamál er gott að nota charcoal-maskann frá Origins sem er mildur hreinsimaski.

Ef þær vilja svo fá smálit á húðina er sniðugt að nota Instant Tan Light/Medium frá St. Tropez sem borinn er á með hanska frá St. Tropez. Þetta efni er mjög þægilegt; þú getur borið það á þig sama dag og síðan fer þetta af þegar farið er í sturtu.“

MAC-förðun

Förðun: Helen Dögg Snorradóttir

Módel: Júlía Nótt Quirk Steingrímsdóttir

„Ég byrjaði á því að hressa upp á húðina með raka með Lightful C Softening Lotion spray. Eftir það bar ég Studio-rakakrem á hana ásamt strobe-kremi á highlight-svæðin. Ég jafnaði húðina með Face Body-farðanum í litnum shade og setti Mineralized-hyljara undir augun í litnum NW15.

Púðraði létt T-svæðið með Mineralized Skinfinish í litnum light.

Til að kalla fram fallegan ljóma í húðinni notaði ég Pearl Cream Color Base á kinnbeinin.

Á augun notaði ég Paint Pot í litnum Painterly sem grunn til að láta augnskuggana haldast betur á. Svo notaði ég Honey Lust-augnskugga og smá af Paradisco-augnskugganum til að fá ferskjutón. Svo setti ég Dip Down Gel-augnblýant rétt í rótina til að ramma inn augun. Til að fullkomna útlitið setti ég Extended Playlash-maskara sem er vatnsheldur upp að 38 gráðum og helst mjög vel á,“ segir hún.

Í blálokin setti hún sólarpúður í litnum Golden í kinnarnar og örlítið af kinnalitnum Fleurpower.

BECCA-förðun

Förðun: Arna Sigurlaug Ragnarsdóttir

Módel: Hilda Bríet Bates Gústavsdóttir

„Ég setti Under Eye Brightening undir augun sem lýsir upp augnsvæðið. Þar á eftir bar ég Backlight-farðagrunninn á allt andlitið. Næst setti ég Aqua Luminous-farða í litnum Porcelain á allt andlitð með BECCA Kabukhi-burstanum.

Setti svo Aqua Luminous-hyljarann í litnum Fair undir augun; mjög lítið af honum, rétt svo til að taka burt blámann. Einnig setti ég smá af hyljaranum undir nefið til að taka burt roða. Til að klára húðina og kalla fram extra ljóma setti ég Softlight Blurring Powder í litnum Pink Hazel yfir allt andlitið,“ segir Arna. Hún notaði Ombre Rouge-augnskuggapallettuna frá BECCA.

„Yfir allt augnlokið fór litur númer eitt og til að skyggja notaði ég þriðja litinn í palettunni,“ segir hún og bætir við:

„Ég skyggði hana svo létt með Mineral Blush í litnum Wild honey og gaf henni smá lit í kinnarnar með litnum Flower Child. Fyrir extra ljóma notaði ég BECCA Shimmering Skin Perfector Pressed-ljómapúður í litnum Moonstone efst á kinnbeinin.

Til að fullkomna útlitið bar ég Beach Tint í litnum Fig létt á varirnar.“

Smashbox-förðun

Förðun: Arna Sigurlaug Ragnarsdóttir

Módel: Telma Marý Arinbjarnardóttir

„Ég byrjaði á að grunna húðina með Photo Finish Light-farðagrunninum en hann er 60% vatn og mjög léttur og því frábær fyrir viðkvæma húð. Á augnlokin setti ég 24 Hour Shadow-augnskuggagrunn sem er skotheldur til að halda augnskugganum á allan daginn. Undir augun setti ég Hydrating Under Eye Primer sem kælir, lýsir og gefur augnsvæðinu góðan raka yfir daginn,“ segir Arna. Því næst setti hún BB Water-krem í litnum Fair á allt andlitið og notaði Foundation-bursta frá Smashbox. „Til að taka burt bláma og rauða flekki notaði ég BB-hyljara í litnum Fair en hann gefur einmitt góðan raka líkt og farðinn. Á augu notaði ég Photo Op Eye Matte-augnskuggapallettuna, notaði þar þrjá liti; Vanilla yfir allt augnlokið, Rosehip frá miðju augnloki og út til að fá smá lit í förðunina og svo Wheat til að skyggja. Í augabrúnirnar notaði ég Brow Tech To Go í litnum Taupe. Setti mjög létt í þær bara til þess að móta þær aðeins.“

Arna skyggði andlitið létt með Bronze Light-sólarpúðrinu í litnum Warm Matte og setti smá lit í kinnarnar með LA Lights-kinnalitapallettunni Culcer City Coral.

„Á varirnar notaði ég LA Lights Cheeks and Lip Color í litnum Beverly Hills Blush. Endaði svo á að setja Full Exposure-maskara á augnhárin. Í lokin úðaði ég primer-vatni yfir allt andlitið til þess að festa förðunina og gefa henni raka.“

Clinique-förðun

Förðun: Guðlaug Jóna Matthíasdóttir

Módel: Kolfinna Magnúsdóttir

„Ég notaði Clinique Clarifying Lotion 1.0-andlitsvatn, setti í bómull og strauk yfir andlitið. Þar á eftir vildi ég gefa húðinni rakabúst og bar því Clinique Moisture Surge Hydrating Supercharged Concentrate yfir allt andlitið. Þar á eftir notaði ég Hydrablur-rakakremið úr Pep Start-línunni.

Til að grunna húðina fyrir farða notaði ég Superprimer Universal Face Primer. Ákvað að setja á hana Even Better Glow-farða sem er léttur og gefur miðlungsþekju og fallegan ljóma.

Til að hylja augnsvæðið og þau svæði sem þurfti að hylja notaði ég Airbrush Concealer-hyljara í litnum Fair. Til að setja á farðann svo að hann haldist allan daginn notaði ég Almost Powder í litnum Neutral Fair. Til að skyggja andlitið létt notaði ég True Bronze Pressed Powder Bronzer í litnum Sunkissed. Í eplin á kinnunum notaði ég Blushing Blush Powder Blush í litnum Precious Posy,“ segir Guðlaug.

Í augabrúnirnar notaði hún Clinique Instant Lift for Brows í litnum Soft Blonde til að gera þær náttúrulegar. „Sem augnskuggagrunn notaði ég Chubby Stick Shadow Tint for eyes í litnum Bountiful Beige en ég notaði það einnig sem ljóma á kinnbeinin. Í augnförðunina notaði ég Super Shimmer-augnskugga í litnum Angel Eyes yfir allt augnlokið og í skygginguna notaði ég augnskuggann Soft Shimmer í litnum Foxier.“

Til að ramma augun inn notaði hún augnblýantinn Cream Shaper for Eyes í litnum Chocolate Lustre. „Maskarinn sem ég notaði var Chubby Lash Fattening Mascara.

Varirnar mótaði ég með Quickliner for Lip Intense-varablýantinum í litnum Intense Blush og yfir setti ég Pep Start-varasalva í litnum Guava,“ segir Guðlaug.

Bobbi Brown-förðun

Förðun: Kristín Einarsdóttir, Módel: Kamilla Rós

„Ég byrjaði á því að undirbúa húðina með nýja ljómakreminu; Glow Illuminating Moisture Balm, í litnum Bare. Kremið undirbýr húðina vel fyrir förðun auk þess að gefa góðan raka og náttúrulegan ljóma. Undir augu setti ég augnkremið Hydrating Eye Cream. Því næst setti ég BB-krem yfir allt andlitið, Bobbi Brown BB Cream í litnum Light.

Undir augun bar ég hyljarann Creamy Concealer í litnum Ivory,“ segir Kristín.

Á kinnarnar bar hún kremaðan kinnalit, Pot Rouge í litnum Powder Pink. Hún bar litinn á með puttunum.

„Því næst púðraði ég létt yfir allt andlitið til að förðunin haldist sem lengst með púðrinu Nude Finished Illumating Powder í litnum Nude, en púðrið heldur húðinni ferskri með því að ljá henni vægan ljóma. Ég skyggði létt undir kinnbein með Bronzing Powder í litnum Golden Light og notaði burstann Angled Face Brush, notaði sama bursta með því sem eftir var í honum yfir enni, höku og kinnar. Að lokum bar ég á kinnbeinin Highlighting Powder-ljómapúður í litnum Opal Glow og úðaði vel yfir húðina með Face Mist-rakaúða.“

Áður en augnlokin voru förðuð setti hún Long-Wear Cream Shadow Stick í litnum Vanilla og dreifði úr því með fingrunum. „Því næst notaði ég augnskugga í litnum Taupe í glóbuslínuna.

Á neðra augnlok setti ég sanseraðan augnskugga, Pink Moon úr Satin & Caviar-pallettunni, og úr sömu pallettu skyggði ég léttilega frá ytra horni augans með litnum French Grey. Því næst bar ég Long-Wear Gel Liner eyeliner í litnum Caviar Ink úr sömu pallettu þétt upp að augnhárum til að ramma inn augun, fór svo yfir eyelinerinn með dekksta litnum í pallettunni, Fog, til að mýkja línuna.

Næst krullaði ég augnhárin með Eye Curler frá Bobbi og greiddi eina umferð í gegnum þau með Smokey Eye-maskara sem þykkir, lengir og aðskilur augnhárin. Ég notaði svo aftur Taupe-augnskuggann til að fylla létt í augabrúnirnar og svo Brow Shaper Clear til að móta þær.“

Á varirnar bar hún það sama og hún setti í kinnarnar, Pot Rouge í litnum Powder Pink, en Pot Rouge er hannað til að nota bæði á kinnar og varir. „Því næst setti ég varasalvann Extra Lip Tint í litnum Bare Pink Sparkle yfir varirnar.“