Hagnaður Landsbréfa, dótturfélags Landsbankans, jókst um 59% á milli ára og var 1.113 milljónir árið 2017. Aukning hagnaðar skýrist fyrst og fremst af árangurstengdum þóknunum af rekstri framtakssjóða.

Hagnaður Landsbréfa, dótturfélags Landsbankans, jókst um 59% á milli ára og var 1.113 milljónir árið 2017. Aukning hagnaðar skýrist fyrst og fremst af árangurstengdum þóknunum af rekstri framtakssjóða.

Í lok árs voru eignir í stýringu 162 milljarðar króna samanborið við 184 milljarða í byrjun árs. Skýrist lækkunin af arðgreiðslum úr framtakssjóðum og sveiflum á stærð fjárfestingarsjóðsins Landsbréf – Veltubréf, sem fjárfestir einkum í innlánum.