Heiðruð Petrea Jónsdóttir var heiðruð fyrir áratuga störf í þágu Sjálfstæðisflokksins á hófi Landssambands Sjálfstæðiskvenna í gærkvöldi. Með henni á myndinni eru Gréta Ingþórsdóttir og Vala Pálsdóttir formaður LS.
Heiðruð Petrea Jónsdóttir var heiðruð fyrir áratuga störf í þágu Sjálfstæðisflokksins á hófi Landssambands Sjálfstæðiskvenna í gærkvöldi. Með henni á myndinni eru Gréta Ingþórsdóttir og Vala Pálsdóttir formaður LS. — Morgunblaðið/Eggert
Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og stendur þar til síðdegis á sunnudag. Fundurinn er að venju haldinn í Laugardalshöllinni. Laugardalshöll verður opnuð kl. 08.

Agnes Bragadóttir

agnes@mbl.is

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og stendur þar til síðdegis á sunnudag. Fundurinn er að venju haldinn í Laugardalshöllinni.

Laugardalshöll verður opnuð kl. 08.45 í dag og verða fundargögn þá afhent landsfundarfulltrúum. Kl. 16.30 hefst dagskráin, með ræðu formannsins, Bjarna Benediktssonar.

Dagskrá verður svo fram haldið kl. 09.00 í fyrramálið með kjöri stjórnmálanefndar og kynningu á drögum að stjórnmálaályktun.

Að því búnu flytur framkvæmdastjóri flokksins skýrslu sína.

Frá kl. 09.50 til kl. 11.30 verður fyrirspurnatími, þar sem flokksforystan situr fyrir svörum. Kl. 15 á morgun flytja frambjóðendur til formanns, varaformanns og ritara, þau Bjarni Benediktsson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir framboðsræður sínar. Í gær var ekki vitað um fleiri framboð í þessi forystusæti flokksins.

Á sunnudag verður málefnastarfi haldið áfram á fundinum frá kl. 09.00. Reiknað er með að kosning til formanns, varaformanns og ritara hefjist kl. 13.55. Kl. 14.00 verði stjórnmálaályktun fundarins afgreidd og fundinum ljúki kl. 16.00 með ávarpi formanns Sjálfstæðisflokksins.