Virkjun Hugsað verður um útlit stöðvarhúss.
Virkjun Hugsað verður um útlit stöðvarhúss. — Tölvuteikning/VA arkitektar
Landsvirkjun vill hafa virkjanasvæði Hvammsvirkjunar opið almenningi til útivistar. Göngustígar verða lagðir um svæðið, meðal annars göngu- og reiðstígar yfir stíflu Hagalóns.

Landsvirkjun vill hafa virkjanasvæði Hvammsvirkjunar opið almenningi til útivistar. Göngustígar verða lagðir um svæðið, meðal annars göngu- og reiðstígar yfir stíflu Hagalóns. Þetta er liður í mótvægisaðgerðum sem unnið er að vegna þess mikla rasks sem verður á virkjanasvæðinu. „Öll mannvirki sem þarf til að framleiða rafmagn með vatnsafli eru á frekar aðgengilegu og fallegu svæði og okkur langar til að gefa gestum kost á að njóta þess,“ segir Ólöf Rós Káradóttir, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun.

Umhverfismati vegna virkjunarinnar er lokið en ekki hefur verið ákveðið hvenær framkvæmdir hefjast. Reynt verður að láta öll mannvirki falla sem best að umhverfinu. Það er haft í huga við mótun landsins og uppgræðslu. Þannig verða stíflugarðarnir klæddir með jarðvegi og gróðri að utanverðu. 4