Samræmd próf Nemendur hafa nú val um hvort þeir taka samræmd próf að nýju.
Samræmd próf Nemendur hafa nú val um hvort þeir taka samræmd próf að nýju. — Morgunblaðið/Hari
Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, telur það ágæta niðurstöðu að leyfa nemendum í 9. bekk að velja hvort þeir taki samræmd könnunarpróf aftur eða ekki. Hann lítur hins vegar ekki á prófin sem samræmd próf.

Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, telur það ágæta niðurstöðu að leyfa nemendum í 9. bekk að velja hvort þeir taki samræmd könnunarpróf aftur eða ekki. Hann lítur hins vegar ekki á prófin sem samræmd próf.

„Okkar skoðun var ljós fyrir fundinn; að samræmdum grunnskólaprófum hefði lokið í síðustu viku. Það er í raun niðurstaðan, þetta verða ekki samræmd próf, þetta verða persónuleg könnunarpróf,“ segir Þorsteinn. Hann segir einnig ljóst að ráðuneytið verði að bera kostnaðinn af framkvæmd prófanna. Morgunblaðið bar þetta undir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og segir hún að ráðuneytið muni tryggja að komið verði til móts við sveitarfélögin vegna þess aukakostnaðar sem á þau fellur. 10