Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk og var næstmarkahæstur hjá toppliði Rhein-Neckar Löwen þegar það vann Gummersbach, 36:26, í þýsku 1. deildinni í handbolta í gærkvöld. Alexander Petersson komst ekki á blað.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk og var næstmarkahæstur hjá toppliði Rhein-Neckar Löwen þegar það vann Gummersbach, 36:26, í þýsku 1. deildinni í handbolta í gærkvöld. Alexander Petersson komst ekki á blað.

Flensburg vann Füchse Berlín í slag liðanna í 2. og 3. sæti, 29:21, en Bjarki Már Elísson var ekki meðal markaskorara Füchse. Löwen og Flensburg eru efst með 40 stig, en Löwen á tvo leiki til góða.