Einmana Ungt fólk er oftar einmana en þeir sem eldri eru.
Einmana Ungt fólk er oftar einmana en þeir sem eldri eru.
Samkvæmt könnuninni telja 9% fullorðinna sig finna oft eða mjög oft fyrir einmanaleika en 69% sjaldan eða aldrei. Fólk í yngsta aldurshópnum finnur hins vegar mun oftar fyrir einmanaleika en eldri.
Samkvæmt könnuninni telja 9% fullorðinna sig finna oft eða mjög oft fyrir einmanaleika en 69% sjaldan eða aldrei. Fólk í yngsta aldurshópnum finnur hins vegar mun oftar fyrir einmanaleika en eldri. Einn af hverjum fimm (21%) í aldurshópnum 18 til 24 ára finnur oft eða mjög oft fyrir einmanaleika en 4% þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Litlar breytingar má greina milli ára. Þó finna tvöfalt fleiri konur á aldrinum 25-34 ára oft eða mjög oft fyrir einmanaleika árið 2017 (13%) en árið 2016 (6%).