Christian Berge
Christian Berge
Christian Berge, landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik karla, hefur valið þá leikmenn sem hann ætlar að tefla fram á fjögurra liða mótinu. Golden League, sem Norðmenn halda í nágrenni Bergen í næsta mánuði.

Christian Berge, landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik karla, hefur valið þá leikmenn sem hann ætlar að tefla fram á fjögurra liða mótinu. Golden League, sem Norðmenn halda í nágrenni Bergen í næsta mánuði. Íslenska landsliðið verður á meðal þátttökuliða í mótinu.

Berge valdi 18 leikmenn til undirbúnings fyrir mótið. Af þeim voru 14 í landsliðshópnum sem tók þátt í Evrópumótinu í Króatíu í janúar en þar tefldi Berge fram 18 leikmönnum þegar upp var staðið.

Markvörðurinn Espen Christensen var ekki valinn að þessu sinni en hann var einn þriggja markvarða Norðmanna á EM. Auk hans sitja Joakom Hykkerud, Gran Sorheim og Eivind Tangen eftir heima. Í þeirra stað koma inn Sebastian Barthold, lærisveinn Arons Kristjánssonar hjá Álaborg, og Kevin Maagerö Gulliksen, örvhentur hornamaður, leikstjórnandinn Magnus Fredriksen, báðir hjá Elverum og örvhent skytta frá Kolstad, Lasse Balstad. iben@mbl.is