— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Liðsmenn úr Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) voru við Elliðavatn að æfa björgun úr vök þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að. Þá voru tveir komnir upp á endann á ísbretti og sá þriðji að toga þá upp á ísbrúnina.

Liðsmenn úr Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) voru við Elliðavatn að æfa björgun úr vök þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að. Þá voru tveir komnir upp á endann á ísbretti og sá þriðji að toga þá upp á ísbrúnina.

Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá SHS, sagði að þegar hlýnaði í veðri yrði ís á vötnum varasamur. Færi fólk niður um ísinn gæti verið erfitt að komast upp úr vökinni. Hann rifjaði upp útkall sem hann fór í þegar kona fór niður um ís á Rauðavatni og komst ekki upp úr af sjálfsdáðum. Þá kom ísbrettið að notum við björgunina.

Ísbrettið flýtur og er hægt að róa því út á vatn. Það dreifir þunganum og fer síður niður um veikan ís en mannsfóturinn. gudni@mbl.is