Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
Staðan kom upp á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Hörpu. Bandaríski stórmeistarinn Elshan Moradiabadi (2.535) hafði hvítt gegn rúmensku skákkonunni Alinu I'Ami (2.306) . 57.
Staðan kom upp á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Hörpu. Bandaríski stórmeistarinn Elshan Moradiabadi (2.535) hafði hvítt gegn rúmensku skákkonunni Alinu I'Ami (2.306) . 57. Be2 hvítur hótar nú h5-peðinu ásamt því að opna leið fyrir kónginn að b5-reitnum. Framhaldið varð eftirfarandi: 57.... Kg6 58. Kb4! Re7 59. Kb5 f4 60. Bd3+ Rf5 61. Bxf4 Kf7 62. Bxf5 exf5 63. Kc6 Ke6 64. Be3 og svartur gafst upp. Sigurvegari mótsins varð indverski stórmeistarinn Baskaran Adhiban (2.650) en hann fékk 7½ vinning af níu mögulegum. Adhiban þessi er 25 ára gamall og þykir hafa hvassan og áhugaverðan skákstíl. Byrjunarþekking hans er mikil en hann hefur tekið þátt í fáeinum ofurskákmótum, m.a. í A-flokki Corus skákhátíðarinnar í Wijk aan Zee í Hollandi. Nánari upplýsingar um lokastöðu mótsins má finna á skak.is.