Sóley Beatrice Di Russo segir fermingarfræðsluna miklu skemmtilegri en hún bjóst við. Hún stefnir að því að lifa lífinu sem góð manneskja og myndi vilja að samfélagið væri friðsamlegt og jákvætt.
Hvernig hefur fermingarfræðslan verið?

„Mér hefur fundist hún skemmtileg, miklu skemmtilegri en ég átti von á.“

Er það „inni“ að vera trúaður í dag?

„Nei, ég myndi ekki segja það.“

Hvaða væntingar gerir þú til framtíðarinnar og hvernig muntu nýta þér trúna í framtíðinni?

„Ég vonast til að vera hamingjusöm og eiga gott líf. Ég myndi nýta trúna til þess að vera góð manneskja.“

Hvað hefur staðið upp úr í fræðslunni í vetur?

„Mjög skemmtilegur og góður kennari og mér fannst ferðalagið sem við fórum í núna í febrúar skemmtilegur liður í fermingarfræðslunni.“

Hvernig samfélag langar þig að sjá í framtíðinni ef þú fengir að ráða og innleiða það sem þú hefur lært í fermingarfræðslunni í vetur?

„Ég vil lifa í friðsælu, jákvæðu samfélagi þar sem fólk er gott hvað við annað.“

Ef þú ættir að gera eitthvað fyrir Guð á hverjum degi, hvað væri það?

„Vera góð manneskja.“