Arthur Pétursson og Agnar Fjeldsted á Hard Rock Cafe.
Arthur Pétursson og Agnar Fjeldsted á Hard Rock Cafe. — Ljósmynd/Gunnar Örn
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hard Rock Cafe er eins og flestir þekkja vinsæll áfangastaður fyrir svanga sælkera, en það sem færri vita er að í kjallarasal staðarins er veislusalur sem tilvalinn er fyrir fermingarveislur og aðra stóráfanga sem ber að fagna í lífinu.

Hard Rock Cafe er eins og flestir þekkja vinsæll áfangastaður fyrir svanga sælkera, en það sem færri vita er að í kjallarasal staðarins er veislusalur sem tilvalinn er fyrir fermingarveislur og aðra stóráfanga sem ber að fagna í lífinu. Agnar Fjeldsted og Arthur Pétursson voru teknir tali og spurðir þá út í þennan sögufræga sal og möguleikana tengda fermingarveislum þar sem þeir eru sérfræðingar á því sviði. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is

Veitingastjórinn Agnar Fjeldsted segir að veisluþjónustan á Hard Rock sé í hæsta gæðaflokki og þeir Arthur Pétursson yfirmatreiðslumaður leggi sig fram um að mæta óskum fermingarbarna og aðstandenda þeirra.

Fagmennskan í fyrirrúmi

Agnar Fjeldsted sem er lærður framreiðslumeistari starfaði í veislusalnum Rúbín frá 2007 til 2014 og síðan meðal annars hjá Grand Hótel Reykjavík og nú á Hard Rock Cafe. Arthur Pétursson starfaði á Hard Rock Cafe Reykjavík frá 1989-1994 þegar hann flutti til Bandaríkjanna til að starfa sem yfirmatreiðslumaður hjá Hard Rock Cafe International. Hann starfaði sem yfirmatreiðslumaður HRC Myrtle Beach. Arthur kom heim árið 2001 og annaðist reksturinn á Kaffibrennslunni fór síðan yfir á Múlakaffi og var þar í 5 ár. Síðar var hann beðinn um að aðstoða við að koma Hard Rock Cafe á laggirnar að nýju og málin þróuðust þannig að hann varð yfirmatreiðslumeistari staðarins. Arthur er vanur að skipuleggja veislur af öllum stærðum og gerðum, veislur fyrir allt að átta þúsund matargesti.

Þeir Agnar og Arthur hafa nú sérhæft sig í að skipuleggja fermingarveislur, þar sem mikið er lagt upp úr góðum hráefnum og frábærri þjónustu. „Það verður auðvelt að setja upp rokkaðar fermingarveislur í kjallara Hard Rock Cafe á Íslandi, þar sem gleði og fögnuður, ásamt góðum mat og frábærri þjónustu verður í öndvegi. Í kjallaranum er hægt að taka á móti allt að 150 manns í mat. Staðurinn er mikið notaður til tónleikahalds, og því með öllum tækjabúnaði sem hægt er að hugsa sér til að gera umhverfi fyrir skemmtiatriði eða tónlist í fermingarveislunni,“ segja þeir.

Elskum alla, þjónum öllum

En hvað telja þeir mikilvægast þegar kemur að því að gera góða fermingarveislu? „Það eru nokkrir mikilvægir hlutir sem verða að mætast. Góður salur með skemmtilegri birtu skiptir máli, frábærar veitingar og toppþjónusta í takt við það sem fermingarbarnið óskar. Skreytingar og skemmtiatriði í stíl við þemað sem hefur orðið fyrir valinu skiptir einnig miklu máli. Eins viljum við benda á að heiðarleiki í mat og þjónustu, hlýtt viðmót við gesti og það að öllum finnist þeir velkomnir á staðinn setur svo punktinn yfir i-ið að okkar mati.“

Þegar kemur að veitingum lofa þeir að allir munu finna eitthvað við sitt hæfi á veisluborðum þeirra. „Við leggjum mikið upp úr góðu hráefni, allur maturinn hjá okkur er lagaður frá grunni hér á staðnum, og er allt frá girnilegum steikum í gæða veganrétti í boði hjá okkur.“

Agnar og Arthur vilja að lokum taka fram að einkunnarorð Hard Rock, „elskum alla, þjónum öllum“ eiga að sjálfsögðu við um fermingarbörn og aðstandendur þeirra. „Við bjóðum upp á heildarpakka fyrir veislur, engin falin gjöld og það þarf ekki að koma með neitt nema fermingarbörnin og hátíðarskapið.“