Mars Slakað á í sólinni í Reykjavík.
Mars Slakað á í sólinni í Reykjavík. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Það rigndi í Reykjavík aðfaranótt miðvikudagsins og hafði þá ekki rignt í tæpan hálfan mánuð, eða frá því 1. mars.

Það rigndi í Reykjavík aðfaranótt miðvikudagsins og hafði þá ekki rignt í tæpan hálfan mánuð, eða frá því 1. mars.

Sólskinsstundafjöldi fyrri hluta marsmánaðar er sá þriðji mesti frá upphafi mælinga í höfuðborginni, samkvæmt samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings. Sólskinsstundirnar mældust 100,2 nú en höfðu eftir 13 daga árið 1962 mælst 118,2 og 102,0 árið 1947. Þar fyrir neðan koma svo sömu dagar 1937 þegar stundirnar höfðu mælst 89,5 eftir 13 daga marsmánaðar.

„Þetta er auðvitað frekar óvenjulegt, bæði úrkomuleysi og sólskin,“ segir Trausti. Hitinn í mánuðinum er neðan meðallags, en ekki nein sérstök tíðindi þar samt, segir Trausti. sisi@mbl.is