Í stuði Tiger Woods ánægður með að hafa nælt í fugl á 7. holu, þeirri þriðju síðustu sem hann lék í Orlando í gær.
Í stuði Tiger Woods ánægður með að hafa nælt í fugl á 7. holu, þeirri þriðju síðustu sem hann lék í Orlando í gær. — AFP
Tiger Woods er á meðal efstu manna eftir fyrsta hring af fjórum á Arnold Palmer Invitational mótinu í golfi í Flórída. Tiger heillaði áhorfendur með gömlum töktum og hann lék á -4 höggum, en er þó fjórum höggum frá Svíanum Henrik Stenson sem er efstur.

Tiger Woods er á meðal efstu manna eftir fyrsta hring af fjórum á Arnold Palmer Invitational mótinu í golfi í Flórída. Tiger heillaði áhorfendur með gömlum töktum og hann lék á -4 höggum, en er þó fjórum höggum frá Svíanum Henrik Stenson sem er efstur. Tiger nældi til að mynda í fugl á öllum fjórum „par 5“-holunum. Sérstaka athygli vakti vel heppnað 2,2 metra pútt hans fyrir fugli á þriðju síðustu holunni.

Með frammistöðu sinni var Tiger í gær kominn í næstefsta eða jafnvel efsta sæti hjá langflestum veðbönkum á lista yfir líklegustu sigurvegarana á Masters, fyrsta risamóti ársins, sem hefst 5. apríl. sindris@mbl.is