Malbikað Vonandi verður þetta algeng sjón í sumar.
Malbikað Vonandi verður þetta algeng sjón í sumar. — Morgunblaðið/Golli
Ótrúlegt en satt! Það er eins og það ríki þöggun um mesta mengunarvaldinn í umferðinni og aðalskemmdarvarg gatna- og vegakerfisins: nagladekkin. Eru gatnamálayfirvöld hrædd við atkvæðamissi grunnhygginna og kærulausra nagladekkjabílstjóra?

Ótrúlegt en satt! Það er eins og það ríki þöggun um mesta mengunarvaldinn í umferðinni og aðalskemmdarvarg gatna- og vegakerfisins: nagladekkin. Eru gatnamálayfirvöld hrædd við atkvæðamissi grunnhygginna og kærulausra nagladekkjabílstjóra?

Á síðustu tveimur árum hefur orðið aukning í notkun nagladekkja eins og gatna- og vegakerfið ber vitni um, eftir að þeim hafði fækkað árin á undan. Nagladekkjanotendur hljóta að vita að undanfarin ár hefur verið til úrval af vetrardekkjum án nagla sem flestum sem nota þau finnst betri en nagladekk og þau hvorki menga né skemma eins og nagladekkin. Þau fáu lönd sem leyfðu nagladekk eru fyrir löngu búin að banna þau eða skattleggja.

Ragnheiður L. Sig.