Skellur Andreas Hilmir Halldórsson skoraði 21 stig fyrir HK í sigrinum á Þrótti í fyrrakvöld.
Skellur Andreas Hilmir Halldórsson skoraði 21 stig fyrir HK í sigrinum á Þrótti í fyrrakvöld. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
KA-menn eru komnir yfir í einvígi sínu við Aftureldingu eftir 3:0-sigur í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Mizunodeildar karla í blaki á Akureyri í gær.

KA-menn eru komnir yfir í einvígi sínu við Aftureldingu eftir 3:0-sigur í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Mizunodeildar karla í blaki á Akureyri í gær. KA vann fyrstu hrinu 25:20, þá næstu 25:18 og þriðju 25:23, þó að Afturelding kæmist í henni meðal annars í 16:10. Quentin Moore var stigahæstur KA með 20 stig og Alexander Arnar Þórisson og Mason Casner skoruðu átta hvor. Hjá Aftureldingu var Piotr Kempisty með 10 stig á sínum gamla heimavelli.

HK vann Þrótt frá Neskaupstað, 3:1, í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í Fagralundi í fyrrakvöld. Hrinurnar enduðu 25:23, 25:23, 24:26 og 25:18. Andreas Hilmir Halldórsson var með 20 stig fyrir HK en Miguel Mateo 41 fyrir Þrótt. Liðin mætast öðru sinni í Neskaupstað í kvöld en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitaeinvígið.

Í kvennaflokki komst KA í 2. umferð úrslitakeppninnar með því að slá út Þrótt R., 2:0, en KA vann annan leik liðanna 3:1 í gær. KA mætir Stjörnunni í 2. umferð en HK Völsungi. Efstu lið deildarinnar, Þróttur N. og Afturelding, sitja hjá. sindris@mbl.is