Jóhannes Dagur tók þátt í herferð Gallerí 17, hann fermist á þessu ári og er spenntur fyrir því.
Jóhannes Dagur tók þátt í herferð Gallerí 17, hann fermist á þessu ári og er spenntur fyrir því. — Ljósmynd/Saga Sig
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Jóhannes Dagur Geirdal er einn þeirra sem tóku þátt í tískuherferð Gallerí 17 á þessu ári. Hann segir frá því hvernig er að fermast í dag. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Hvernig er að fermast?

„Það er bara mjög skemmtilegt, undirbúningurinn allur mjög skemmtilegur. Hápunkturinn var ferð í Vatnaskóg sem við fórum í síðasta haust.“

Til hvers hlakkar þú mest á fermingardaginn?

„Ég er spenntastur að halda veisluna og hitta alla ættingjana sem ég hitti sjaldan. Svo er ég líka búinn að bjóða bestu vinum mínum sem eru ekki að fermast sama dag og ég.“

Hvar fermist þú?

„Í Bústaðakirkju hjá Pálma Matthíassyni sem er sami prestur og skírði mig og fermdi eldri systkini mín.“

Ertu búinn að velja þér fermingarföt?

„Já, kominn með flott föt, við mamma fórum saman og græjuðum það.“

Hvernig verður veislan?

„Hún verður bara geðveikt kósí vonandi. Við ætlum halda veislu á Kolabrautinni og vera með dögurð og eitthvað gott í matinn, og systir mín bakar kransaköku handa mér.“

Hvað langar þig að fá í fermingagjöf?

„Peningagjafir eru ofarlega á listanum. En ég verð bara glaður með allt sem ég fæ og fólk langar að gleðja mig með.“

Verður þú með skemmtiatriði?

„Ekki ég, en pabbi vill örugglega alla athyglina og verður örugglega sprellandi alla veisluna. Myndmenntarkennarinn minn úr Ísaksskóla ætlar reyndar að spila á píanó fyrir mig.“

Ertu trúaður?

„Já, og ég staðfesti það með fermingunni.“

Eitthvað að lokum?

„Ég vona bara að dagurinn verði æðislegur og allir geti komið og glaðst með mér, ég er allavega rosalega spenntur.“