Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, segir að það sé mjög óheppilegt fyrir liðið að missa Gylfa Þór Sigurðsson en vegna hnémeiðslanna sem Gylfi varð fyrir í leiknum á móti Brighton um síðustu helgi verður hann frá keppni næstu 6-8 vikurnar.

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, segir að það sé mjög óheppilegt fyrir liðið að missa Gylfa Þór Sigurðsson en vegna hnémeiðslanna sem Gylfi varð fyrir í leiknum á móti Brighton um síðustu helgi verður hann frá keppni næstu 6-8 vikurnar. Allardyce vonast til þess að Gylfi snúi inn á völlinn fyrr en áætlað er.

„Sá sem gaf út þessa yfirlýsingu fær að heyra það. Vonandi snýr Gylfi til baka fyrr en talað hefur verið. Mér finnst það alltaf rangt þegar menn tala um einhvern tíma. Gylfi er staðráðinn í að snúa aftur til okkar og með íslenska landsliðinu á HM. Við skoðum þetta á næstu tveimur vikum. Þetta fer eftir því hversu fljótur leikmaðurinn er að jafna sig,“ sagði Allardyce á vikulegum fréttamannafundi í gær. gummih@mbl.is